Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   sun 01. september 2024 18:45
Brynjar Ingi Erluson
Efast stórlega um að Ten Hag verði stjóri United í lok tímabils
Mynd: EPA
Enski sparkspekingurinn Jamie Carragher hefur ekki mikla trú á því að Erik ten Hag verði áfram stjóri Manchester United þegar tímabilinu lýkur.

United hefur aðeins sótt þrjú stig úr þremur leikjum en liðið tapaði öðrum leik sínum í dag er það laut í lægra haldi fyrir erkifjendum sínum í Liverpool, 3-0, á Old Trafford.

Stjórn United ræddi við Ten Hag eftir síðasta tímabil og tók þá ákvörðun um að halda honum. Hann fékk í kjölfarið nýjan samning, en Carragher efast stórlega um að hann nái að þrauka út tímabilið.

„Ég held að það muni ekkert breytast hjá United, það er að segja ef við tölum um fótboltalegu hliðina. Ég hef séð þetta áður hjá Liverpool. Ef við förum til baka áður en Klopp kom inn þegar það var talað um að Brendan Rodgers myndi missa starfið eftir aðeins eitt tímabil.“

„FSG (eigendur Liverpool) vissu ekki hvað þeir áttu að gera, þannig þeir tóku ákvörðun um að halda honum og Rodgers gerði breytingar á þjálfarateyminu.“

„Maður gerir ráð fyrir því að þetta verði öðruvísi, en stjórinn er aðalmaðurinn. Rodgers var látinn fara í október. Ten Hag sagði síðan í viðtali eftir leikinn að „Við munum sjá hvar við erum staddir í lok tímabils“.“

„Það kæmi mér verulega á óvart ef hann verður þarna í lok tímabils,“
sagði Carragher.
Athugasemdir
banner
banner
banner