Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   sun 01. september 2024 10:00
Brynjar Ingi Erluson
„Gætu ekki stöðvað hann þó þeir væru vopnaðir byssu“
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola hrósaði Erling Braut Haaland í hástert eftir þrennu hans í 3-1 sigri Manchester City á West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gær en hann er nú kominn með sjö deildarmörk á tímabilinu.

Haaland hefur byrjað öll þrjú tímabil sín hjá Man City af krafti.

Á fyrsta tímabili skoraði hann níu mörk í fyrstu fimm leikjunum og sjö mörk á síðustu leiktíð.

Hann er nú kominn með sjö mörk eftir aðeins þrjá leiki og stefnir allt í að hann geri enn betur í ár.

Guardiola sagði í viðtali eftir leikinn í gær að hann ætti ekki nein lýsingarorð til að lýsa Haaland, en á blaðamannafundinum sagði hann leikmanninn vera óstöðvandi.

„Erling er óstöðvandi. Enginn miðvörður getur stöðvað hann og þeir gætu það ekki þó þeir væru með byssu,“ sagði Guardiola.

Haaland skoraði 52 mörk í öllum keppnum á fyrsta tímabili sínu með Man City og 38 mörk á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner