Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
Hákon Dagur: Ég vill bara hvetja alla ÍR-inga að taka sér frí í vinnu
Arnór Gauti: Ætli ég sofi ekki í ísbaði í kvöld
Gunnar Heiðar: Við erum ekki bara körfuboltalið
Halli Hróðmars: Kannski að einhverju leyti saga sumarsins hjá okkur
Guðrún Jóna: Skrýtið tímabil í sumar
Hemmi Hreiðars: Við unnum deildina
Gunnar Magnús: Gladdist sem faðir en erfitt sem þjálfari
Árni Guðna: Reiknum með að eiga stúkuna eins og í dag
Donni: Ánægður með tímabilið í heild sinni að mörgu leyti
Brynjar Kristmunds: Vissum frá 10. mínútu hvernig staðan var í öðrum leikjum
Maggi: Búnir að borða 22 forrétti, nú er aðalrétturinn framundan
Jóhannes Karl: Ég verð áfram með liðið
Gary Martin: Ætlaði mér að sitja út samninginn og sparka ekki í bolta í sumar
Siggi Höskulds: Lærum mikið af þessu tímabili
Óli Kristjáns vildi rautt: Sjáum þetta með sitthvorum augum
Nik: Þær unnu leikinn
   sun 01. september 2024 20:16
Haraldur Örn Haraldsson
Guðmundur Baldvin: Mér fannst dómarinn leyfa þeim aðeins of mikið
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Hörkuleikur, bara tvö mjög góð lið en við skorum þrjú og það er það sem skilur liðin að. Þeir fengu alltof mörg föst leikatriði en við 'dealuðum' vel við það og klárum okkar færi. Við mættum vel til leiks þannig ég er mjög sáttur."

Sagði Guðmundur Baldvin Nökkvason leikmaður Stjörnunnar eftir að liðið hans vann FH 3-0 í Kaplakrika í kvöld. Guðmundur var að spila sinn fyrsta byrjunarliðs leik eftir erfið meiðsli og skoraði verulega fallegt mark í leiðinni.


Lestu um leikinn: FH 0 -  3 Stjarnan

„Það var bara geðveikt, það var erfitt að byrja aftur en gott að vera kominn til baka. Ég bara sá skotfærið og ákvað að taka það. Ég bara hefði ekki getað beðið um betri byrjun. Ég er bara mjög ánægður, með mig og allt liðið."

Það var mikil harka í leiknum en Pétur Guðmundsson dómari leiksins reyndi að geyma spjöldin sín sem mest í vasanum og reyndi að flauta sem minnst. 

„Mér fannst dómarinn leyfa þeim aðeins of mikið, þeir fengu að sleppa með aðeins of mikið. En eins og þú segir bara hörkuleikur, og gaman að spila svona leiki."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner