Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   sun 01. september 2024 21:52
Brynjar Ingi Erluson
Hákon tekinn af velli í hálfleik í tapi gegn PSG - Nökkvi kom við sögu í sigri á LA Galaxy
Hákon Arnar spilaði fyrri hálfleikinn gegn PSG
Hákon Arnar spilaði fyrri hálfleikinn gegn PSG
Mynd: Getty Images
Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson var tekinn af velli í hálfleik í 3-1 tapi Lille gegn stórliði Paris Saint-Germain í frönsku deildinni í kvöld.

Hákon hefur farið vel af stað með Lille á tímabilinu og átti meðal annars stoðsendingu í síðasta deildarleik, en hann náði ekki alveg að finna sig í kvöld.

Lille var 2-0 undir í hálfleik og ákvað Bruno Genesio, þjálfari Lille, að gera tvöfalda skiptingu en Hákon og Angel Gomes komu báðir af velli.

Franska liðið kom til baka með marki Edon Zhegrova en Randal Kolo Muani náði að gera út um leikinn með marki í uppbótartíma. PSG er með fullt hús stig eftir þrjár umferðir en Lille með 6 stig.

Nökkvi Þeyr Þórisson kom inn af bekknum í síðari hálfleik er St. Louis vann 2-1 sigur á Los Angeles Galaxy í Vestur-hluta MLS-deildarinnar.

St. Louis er í neðsta sæti með 27 stig en þó aðeins níu stigum frá úrslitakeppninni þegar sjö leikir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner