Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 01. september 2024 15:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kristall skoraði í svekkjandi jafntefli - Kolbeinn spilaði sinn fyrsta leik
Kristall Máni Ingason
Kristall Máni Ingason
Mynd: Sönderjyske
Kolbeinn Finnsson
Kolbeinn Finnsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kristall Máni Ingason skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í Danmörku fyrir Sonderjyske í dag.


Sonderjyske fékk Viborg í heimsókn og komst yfir eftir rúmlega hálftíma leik.

Kristall Máni bætti öðru marki Sonderjyske við tveimur mínútum síðar. Hann fékk boltann við vítateigshornið og skoraði með góðu skoti í fjærhornið.

Viborg kom til baka í seinni hálfleik og tókst að jafna metin. 2-2 lokatölur. Rúnar Alex Rúnarsson var á bekknum þegar FCK vann 3-1 sigur á Bröndby. Þetta var fyrsti sigur Sonderjyske sem er með 5 stig í næst neðsta sæti eftir sjö umferðir en FCK er með 14 stig í 4. sæti.

Andri Fannar Baldursson og Eggert Aron Guðmundsson voru í byrjunarliði Elfsborg sem gerði 3-3 jafntefli gegn Brommapojkarna í sænsku deildinni. Hlynur Freyr Karlsson var ónotaður varamaður hjá Brommapojkarna. Elfsborg er í 6. sæti með 33 stig eftir 21 umferð. Brommapojkarna er með 26 stig í 10. sæti.

Kolbeinn Finnsson lék sinn fyrsta leik fyrir Utrecht í hollensku deildinni þegar liðið lagði Twente 2-1. Kolbeinn gekk til liðs við félagið frá Lyngby á dögunum en hann spilaði tæpan stundafjórðung í dag. Utrecht er í 3. sæti með 10 stig eftir fjórar umferðir.

Daníel Freyr Kristjánsson var tekinn af velli snemma í seinni hálfleik þegar Frederica vann dramatískan 4-3 sigur á Koge í næst efstu deild í Danmörku í dag. Frederica er í 2. sæti með 15 stig eftir 8 umferðir.


Athugasemdir
banner
banner
banner