Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   sun 01. september 2024 11:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lampard og Drogba í miklu uppáhaldi hjá Sancho
Mynd: Chelsea

Jadon Sancho gekk til liðs við Chelsea frá Manchester United á lokadegi félagaskiptagluggans.


Chelsea verður að kaupa hann ef liðið endar ofar en 14. sæti en kaupverðið verður 20 milljónir punda en getur hækkað um fimm milljónir til viðbótar.

Sancho er í skýjunum með að hafa skrifað undir hjá Chelsea en átrúnaðargoð hans í æsku eru goðsagnir hjá Lundúnarliðinu.

„Ég ólst upp í Lundúnum og er ánægður að vera kominn aftur. Cheelsea er goðsagnakennt félag. Didier Drogba og Frank Lampard voru átrúnaðargoðin mín í æsku og nú fæ ég tækifæri til að spila fyrir sama félag og þeir gerðu. Það er frábær tilfinning," sagði Sancho.

Chelsea mætir Crystal Palace í dag en Sancho var ekki skráður í hópinn á réttum tíma svo hann getur ekki spilað sinn fyrsta leik fyrir félagið í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner