Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   sun 01. september 2024 17:46
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool hefur ekki rætt við Salah um nýjan samning - „Þetta er ekki undir mér komið“
Mohamed Salah
Mohamed Salah
Mynd: EPA
Stuðningsmenn Liverpool vilja væntanlega að John Henry, eigandi Liverpool, fari að bjóða Salah nýjan samning
Stuðningsmenn Liverpool vilja væntanlega að John Henry, eigandi Liverpool, fari að bjóða Salah nýjan samning
Mynd: Getty Images
Egypski sóknarmaðurinn Mohamed Salah átti flottan leik í liði Liverpool sem vann Manchester United, 3-0, á Old Trafford í dag, en hann fór aðeins yfir samningamálin í viðtali eftir leikinn.

Salah skoraði og lagði upp tvö í leiknum en þetta var í sjöunda sinn í röð sem hann skorar á Old Trafford.

„Frábær úrslit. Allir vita hve mikilvægur þessi slagur er fyrir stuðningsmennina og borgina. Við þurfum að halda áfram á sömu braut og ef maður vill berjast um deildina þá þarf maður að vinna hvern einasta leik.“

„Mér tókst að koma að öllum þremur mörkunum þannig ég er sáttur með það. Stjórinn vill að við pressum hátt. Það voru nokkur mistök og við náðum að notfæra okkur þau. Þetta var allt hluti af leikskipulaginu. Þetta var líka svona hjá Jürgen þar sem við sóttum boltann eins hátt upp á vellinum og mögulegt var. Þetta er óneitanlega líkt hvernig við spiluðum fyrir sjö árum. Stjórinn er með sitt leikkerfi og við reynum að aðlagast því,“
sagði Salah, sem var síðan sammála blaðamanni Sky um að þetta hafi verið auðveldur leikur.

„Ég er sammála og þetta kom mér á óvart. Við hefðum getað skorað fimm eða sex.“

Salah verður samningslaus eftir tímabilið og hefur félagið ekki boðið honum nýjan samning. Á þessari stundu áætlar hann að þetta sé síðasta ár hans hjá félaginu og var þetta mögulega hans síðasti leikur með Liverpool á Old Trafford.

„Ég átti gott sumar og fékk þar dágóðan tíma til að vera með sjálfum mér og horfa jákvæðum augum á framhaldið. Þetta er síðasta árið hjá félaginu og vil ég njóta þess. Ég hef þetta frelsi til að spila fótbolta og síðan sjáum við hvað gerist á næsta ári.“

„Ef ég á að vera hreinskilinn þá kom ég inn í þennan leik með það í huga að þetta gæti verið síðasta sinn sem ég spila á Old Trafford. Enginn hjá félaginu hefur rætt við mig um samning. Þetta er ekki undir mér komið, heldur félaginu,“
sagði Salah í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner