Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 01. september 2024 21:34
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Mbappe með bæði mörkin í sigri á Real Betis - Stíflan er brostin
Mynd: EPA
Real Madrid 2 - 0 Betis
1-0 Kylian Mbappe ('67 )
2-0 Kylian Mbappe ('75 , víti)

Franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe skoraði bæði mörk Real Madrid í 2-0 sigrinum á Real Betis í 4. umferð La Liga á Spáni í kvöld, en þetta voru fyrstu deildarmörk hans fyrir spænska stórliðið.

Mbappe skoraði sitt fyrsta mark fyrir Real Madrid gegn Atalanta í Ofurbikar Evrópu, en hafði ekki komist á blað í fyrstu þremur deildarleikjum tímabilsins.

Stíflan brast í kvöld. Federico Valverde sendi Mbappe í gegn sem skoraði sitt fyrsta deildarmark og bætti hann við öðru nokkrum mínútum síðar úr vítaspyrnu sem Vinicius Junior fiskaði.

Þungu fargi létt af Frakkanum og fékk hann svo sannarlega mikla hjálp frá liðsfélögum sínum.

Real Madrid hefur ekki tapað í 36 deildarleikjum í röð en það er með 8 stig í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Barcelona.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 4 4 0 0 13 3 +10 12
2 Real Madrid 5 3 2 0 9 2 +7 11
3 Villarreal 5 3 2 0 11 8 +3 11
4 Atletico Madrid 4 2 2 0 6 2 +4 8
5 Girona 4 2 1 1 7 4 +3 7
6 Alaves 5 2 1 2 7 6 +1 7
7 Espanyol 5 2 1 2 5 5 0 7
8 Osasuna 4 2 1 1 5 7 -2 7
9 Celta 4 2 0 2 10 9 +1 6
10 Betis 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Mallorca 5 1 2 2 3 4 -1 5
12 Sevilla 5 1 2 2 4 6 -2 5
13 Leganes 5 1 2 2 3 5 -2 5
14 Vallecano 4 1 1 2 4 5 -1 4
15 Athletic 4 1 1 2 3 4 -1 4
16 Real Sociedad 5 1 1 3 3 6 -3 4
17 Valladolid 4 1 1 2 1 10 -9 4
18 Getafe 4 0 3 1 1 2 -1 3
19 Las Palmas 4 0 2 2 4 7 -3 2
20 Valencia 4 0 1 3 3 7 -4 1
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner