Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   sun 01. september 2024 20:34
Brynjar Ingi Erluson
Sveinn Aron með stoðsendingu í fyrsta leik - Andri Lucas klúðraði víti
Sveinn Aron átti geggjaða stoðsendingu í fyrsta leik sínum með Sarpsborg
Sveinn Aron átti geggjaða stoðsendingu í fyrsta leik sínum með Sarpsborg
Mynd: Sarpsborg
Stefán Ingi skoraði gott skallamark
Stefán Ingi skoraði gott skallamark
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Andri Lucas klúðraði víti
Andri Lucas klúðraði víti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru skin og skúrir hjá íslensku atvinnumönnunum okkar í Evrópuboltanum í dag.

Stefán Ingi Sigurðarson skoraði annað deildarmark sitt með Sandefjord sem gerði 1-1 jafntefli við Ham/Kam.

Blikinn var í byrjunarliði Sandefjord en Brynjar Ingi Bjarnason kom inn af bekknum hjá Ham/Kam á 38. mínútu leiksins.

Brynjar fékk algert dauðafæri til að koma Ham/Kam yfir snemma í síðari hálfleiknum. Ham/Kam fékk aukaspyrnu sem kom á nærstöngina og var Brynjar aleinn og óvaldaður en skot hans framhjá.

Stuttu síðar komst Ham/Kam yfir áður en Stefán Ingi svaraði með góðu skallamarki eftir frábæra fyrirgjöf frá hægri. Lokatölur 1-1. Viðar Ari Jónsson sat allan tímann á varamannabekk Ham/Kam.

Ham/Kam er í 9. sæti norsku úrvalsdeildarinnar með 25 stig en Sandefjord með 21 stig í 14. sæti.

Hilmir Rafn Mikaelsson kom inn af bekknum hjá Kristiansund sem gerði 2-2 jafntefli við Haugesund. Anton Logi Lúðvíksson var á bekknum hjá Haugesund en kom ekki við sögu. Liðin eru hlið við hlið á töflunni í 12. og 13. sæti með 22 stig.

Logi Tómasson lék þá allan leikinn með Strömsgodset sem tapaði fyrir toppliði Bodö/Glimt, 1-0. Strömsgodset er í 11. sæti með 23 stig.

Sveinn Aron Guðjohnsen þreytti þá frumraun sína með Sarpsborg sem vann 3-1 sigur á Brann. Sveinn Aron kom til Sarpsborg frá Hansa Rostock á dögunum og kom beint inn í byrjunarliðið.

Hann lagði upp annað mark Sarpsborg á 63. mínútu með geggjuðum skalla beint fyrir Niklas Sandberg sem var ekki í vandræðum með að skora. Sarpsborg er í 8. sæti með 26 stig.

Davíð Snær Jóhannsson lék allan leikinn í liði Álasunds sem gerði markalaust jafntefli við Lyn í norsku B-deildinni. Álasund er í 14. sæti með 19 stig.

Gautaborg tapaði - Ísak á bekknum

Kolbeinn Þórðarson var í byrjunarliðinu hjá Gautaborg sem tapaði fyrir Hammarby, 1-0. Gautaborg er í 12. sæti með 21 stig.

Ísak Andri Sigurgeirsson sat allan tímann á bekknum hjá Norrköping sem gerði 3-3 jafntefli við Häcken. Arnór Ingvi Traustason var ekki með. Norrköping er í 11. sæti með 24 stig.

Stefan Alexander Ljubicic kom þá inn af bekknum hjá Skövde sem tapaði fyrir Gefle, 1-0, í sænsku B-deildinni. Skövde er í neðsta sæti deildarinnar með 19 stig.

Hinn ungi og efnilegi Nóel Atli Arnórsson byrjaði í 1-0 tapi Álaborgar gegn Randers í dönsku úrvalsdeildinni. Nóel fór af velli á 56. mínútu. Álaborg er í 9. sæti með 6 stig eftir sjö umferðir.

Elías Rafn Ólafsson stóð á milli stanganna hjá Midtjylland sem vann 3-1 sigur á Silkeborg. Elías varði tvö skot í leiknum og var annars nokkur öruggur í aðgerðum sínum.

Midtjylland er á toppnum með 17 stig.

Andri Lucas Guðjohnsen var í byrjunarliði Gent sem gerði 1-1 jafntefli við Antwerp í belgísku úrvalsdeildinni. Hann skoraði í fyrstu umferð deildarinnar en hefur ekki tekist að komast á blað síðan.

Hann fékk gullið tækifæri til að gera annað mark sitt í deildinni í byrjun síðari hálfleiks er Gent fékk vítaspyrnu en Andri klikkaði af punktinum. Honum var síðar skipt af velli.

Gent er með 7 stig í 12. sæti.

Lærisveinar Freys Alexanderssonar í Kortrijk gerðu 1-1 jafntefli við St. Truiden. Patrik Sigurður Gunnarsson stóð í marki Kortrijk í leiknum. Kortrijk er í 13. sæti með 7 stig.

Hjörtur Hermannsson lék þá sinn fyrsta leik með Carrarese í 3-1 tapi gegn Catanzaro í ítölsku B-deildinni. Carrarese er með þrjú stig úr fyrstu fjórum leikjunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner