Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   sun 01. september 2024 20:50
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Kane kominn á blað - Heidenheim skoraði fjögur
Harry Kane skoraði fyrsta deildarmark sitt á tímabilinu
Harry Kane skoraði fyrsta deildarmark sitt á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Enski landsliðsmaðurinn Harry Kane skoraði sitt fyrsta deildarmark á tímabilinu er Bayern München vann 2-0 sigur á Freiburg í 2. umferð þýsku deildarinnar í dag.

Kane, sem var markahæstur á síðasta tímabili, mistókst að skora í fyrstu umferðinni gegn Wolfsburg.

Hann gerði fyrsta mark sitt í deildinni á 38. mínútu gegn Freiburg, en það kom úr vítaspyrnu. Thomas Müller gerði annað mark liðsins tólf mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma.

Lucas Holer, leikmaður Freiburg, gat minnkaði muninn undir lok leiks er liðið fékk vítaspyrnu en hann skaut boltanum yfir markið og lokatölur því 2-0.

Heidenheim vann á meðan 4-0 sigur á Augsburg. Paul Wanner, Leo Scienza, Adrian Beck og Maximilian Breunig gerðu mörk heimamanna sem eru á toppnum eftir tvær umferðir með fullt hús stiga.

Bayern 2 - 0 Freiburg
1-0 Harry Kane ('38 , víti)
2-0 Thomas Muller ('78 )
2-0 Lucas Holer ('90 , Misnotað víti)

Heidenheim 4 - 0 Augsburg
1-0 Paul Wanner ('9 , víti)
2-0 Leo Scienza ('30 )
3-0 Adrian Beck ('69 )
4-0 Maximilian Breunig ('73 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 3 3 0 0 11 3 +8 9
2 Dortmund 3 2 1 0 6 2 +4 7
3 RB Leipzig 3 2 1 0 4 2 +2 7
4 Heidenheim 3 2 0 1 8 4 +4 6
5 Leverkusen 3 2 0 1 9 6 +3 6
6 Eintracht Frankfurt 3 2 0 1 5 4 +1 6
7 Freiburg 3 2 0 1 5 4 +1 6
8 Union Berlin 3 1 2 0 2 1 +1 5
9 Stuttgart 3 1 1 1 7 7 0 4
10 Wolfsburg 3 1 0 2 5 5 0 3
11 Gladbach 3 1 0 2 5 6 -1 3
12 Hoffenheim 3 1 0 2 5 9 -4 3
13 Mainz 2 0 2 0 4 4 0 2
14 Werder 2 0 2 0 2 2 0 2
15 Augsburg 2 0 1 1 2 6 -4 1
16 St. Pauli 2 0 0 2 0 3 -3 0
17 Bochum 3 0 0 3 1 5 -4 0
18 Holstein Kiel 3 0 0 3 3 11 -8 0
Athugasemdir
banner
banner
banner