Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   sun 01. september 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Zouma nýr liðsfélagi Jóa Berg (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Franski miðvörðurinn Kurt Zouma er genginn í raðir Al Orobah á láni frá West Ham en þetta staðfestu félögin í gær.

Zouma er 29 ára gamall og með gríðarlega reynslu úr ensku úrvalsdeildinni.

Hann spilaði með Chelsea, Everton, Stoke og auðvitað West Ham frá 2014.

Alls hefur hann spilað 247 deildarleiki í ensku úrvalsdeildinni og unnið keppnina tvisvar með Chelsea.

Zouma fór til West Ham árið 2021 og varð Sambandsdeildarmeistari tveimur árum síðar en hann datt út úr myndinni eftir að David Moyes var látinn fara.

Frakkinn hefur nú gert eins árs lánssamning við Al Orobah í Sádi-Arabíu.

Þar hittir Zouma íslenska landsliðsmanninn Jóhann Berg Guðmundsson, en hann kom frá Burnley undir lok félagaskiptagluggans.


Athugasemdir
banner
banner
banner