Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   mán 02. september 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona sendi frá sér yfirlýsingu vegna Deco
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Barcelona blæs á orðróma um að Deco, yfirmaður fótboltamála hjá félaginu, sé á förum.

Spænski miðillinn Sport sagði frá því í gær að Deco væri að íhuga að fara frá félaginu þar sem hann taldi vinnuaðstæður ekki ákjósanlegar.

Kom þar fram að hann væri vonsvikinn með aðstæður félagsins, sem skuldar um 552 milljónir evra. Launaþak félagsins er töluvert lægra en tildæmis hjá erkifjendum þeirra í Real Madrid og hefur það reynst erfitt að berjast við önnur félög um eftirsótta leikmenn og skrá þá í hópinn.

Barcelona sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfarið og vísaði þessum fréttum til föðurhúsanna.

„FC Barcelona harðneitar fréttum sem birtust þann 1, september í netútgáfu Diario Sport þar sem dregið var í efa að yfirmaður fótboltamála yrði áfram hjá félaginu. Barcelona vill árétta það félagið gæti ekki verið ánægðara með starfið sem Deco hefur unnið og hafnar þessari árás Diario Sport á yfirmann fótboltamála sem var framin í lok félagaskiptagluggans,“ segir í yfirlýsingunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner