Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   mán 02. september 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Fred Fram-lengir til 2026
Fred verður áfram í Úlfarsárdal
Fred verður áfram í Úlfarsárdal
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brasilíski leikmaðurinn Fred Saraiva hefur framlengt samning sinn við Fram til 2026.

Fred er 28 ára gamall miðjumaður sem Pedro Hipolito fékk til Fram árið 2018.

Hann hefur verið einn af mikilvægustu mönnum Framara síðustu sex ár og átti meðal annars stóran þátt í að koma liðinu aftur upp í efstu deild árið 2021.

Á dögunum lagði Víkingur fram tilboð í Fred sem Framarar höfnuðu um leið, en það kom undir lok gluggans.

Nú er ljóst að Brasilíumaðurinn verður áfram hjá félaginu næstu tvö tímabil eða út 2026 en þetta var tilkynnt á heimasíðu félagsins um helgina.

Fred hefur komið við sögu í 21 leik með Fram í Bestu deildinni í sumar og skorað 3 mörk.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 21 14 4 3 50 - 23 +27 46
2.    Breiðablik 21 14 4 3 48 - 25 +23 46
3.    Valur 21 10 5 6 49 - 32 +17 35
4.    FH 21 9 5 7 36 - 35 +1 32
5.    ÍA 21 9 4 8 40 - 31 +9 31
6.    Stjarnan 21 9 4 8 39 - 35 +4 31
7.    KA 21 7 6 8 32 - 37 -5 27
8.    Fram 21 7 5 9 28 - 29 -1 26
9.    KR 21 5 6 10 34 - 42 -8 21
10.    HK 21 6 2 13 23 - 51 -28 20
11.    Vestri 21 4 6 11 22 - 42 -20 18
12.    Fylkir 21 4 5 12 26 - 45 -19 17
Athugasemdir
banner
banner
banner