Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   mán 02. september 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag við blaðamann: Ég finn til með þér
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, stjóri Manchester United á Englandi, lenti í orðaskaki við blaðamann á blaðamannafundinum eftir 3-0 tapið gegn erkifjendunum í LIverpool í gær en hann minnti alla á að United væri með næst flesta titla af öllum ensku liðunum síðustu tvö árin.

Ten Hag og lærisveinar hans töpuðu öðrum deildarleik sínum á tímabilinu og virkuðu afar ósannfærandi í leik sínum gegn Liverpool, en gestirnir voru með öll völd á leiknum og hefðu getað skorað að minnsta kosti fimm mörk.

Eftir leikinn fékk Ten Hag spurningu út í frammistöðuna. Hann nefndi nokkra hluti sem voru ekki í lagi hjá United og velti fyrir sér hvort þetta gæti tengst þjálfaranum en þá brást Ten Hag við með nokkrum vel völdum orðum.

„Ertu viss? Ég er ekki sammála því annars hefðum við ekki unnið titla eins og við gerðum eða unnið stóra andstæðinga. Ég finn til með þér,“ sagði Ten Hag við blaðamanninn sem hélt áfram að spyrja Ten Hag út í stöðuna.

„Við höfum unnið flesta titla á eftir Manchester City (síðan hann kom árið 2022). Ég finn til með þér,“ sagði Ten Hag enn fremur.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner