Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   mán 03. júní 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Carrick gerir langan samning við Middlesbrough
Michael Carrick.
Michael Carrick.
Mynd: Getty Images
Michael Carrick hefur gert nýjan samning við Middlesbrough sem gildir til ársins 2027.

Þessi fyrrum miðjumaður Manchester United og enska landsliðsins tók við liðinu í október 2022 eftir að hafa verið áður í þjálfarateymi Ole Gunnar Solskjær hjá Man Utd.

Á nýliðnu tímabili endaði Boro í áttunda sæti Championship-deildarinnar og komst líka í undanúrslit enska deildabikarsins.

Hinn 42 ára gamli Carrick átti eitt ár eftir af samningi sínum en félagið vildi framlengja við hann.

Það verður spennandi að sjá hvort Carrick nái að koma Boro aftur upp í ensku úrvalsdeildina á meðan hann stýrir liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner