Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
banner
   mán 03. júní 2024 18:27
Brynjar Ingi Erluson
Fabio Grosso tekur við Sassuolo (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Fabio Grosso er nýr þjálfari Sassuolo á Ítalíu en hann fær það hlutverk að stýra liðinu aftur upp í Seríu A.

Sassuolo hafnaði í næst neðsta sæti Seríu A með 30 stig og mun því leika í B-deildinni á næstu leiktíð.

Alessio Dinoisi var rekinn frá félaginu í febrúar eftir slakan árangur og var unglingaliðsþjálfarinn Emiliano Bigica ráðinn til að stýra liðinu út leiktíðina.

Honums tókst ekki að bjarga liðinu frá falli og yfirgaf því stöðuna eftir tímabilið.

Fabio Grosso hefur verið ráðinn nýr þjálfari liðsins, en lengd samningsins kemur ekki fram.

Grosso, sem varð heimsmeistari með ítalska landsliðinu árið 2006, stýrði síðast Lyon í Frakklandi. Hann hefur einnig þjálfað Bari, Brescia, Frosinone, Hellas Verona og Sion, ásamt því að hafa starfað hjá Juventus sem unglingaþjálfari.


Athugasemdir
banner
banner