Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
banner
   mán 03. júní 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glasner sækir leikmann sem hann þekkir vel til Palace
Daichi Kamada hér fyrir miðju.
Daichi Kamada hér fyrir miðju.
Mynd: Getty Images
Japanski miðjumaðurinn Daichi Kamada er að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace.

Fabrizio Romano segir frá þessu í dag.

Kamada kom til Lazio á frjálsri sölu síðasta sumar en skrifaði aðeins undir eins árs samning við félagið. Hann átti erfitt uppdráttar til að byrja með en um leið og Maurizio Sarri var rekinn tók Kamada að láta ljós sitt skína.

Það var talið í síðustu viku að Kamada yrði áfram hjá Lazio en hann hefur núna valið að fara til Englands þar sem hann aftur spila undir stjórn Oliver Glasner.

Glasner og Kamada unnu saman hjá Eintracht Frankfurt þar sem þeir urðu Evróudeildarmeistarar.

Kamada mun fara í læknisskoðun hjá Palace í þessari viku og skrifa svo undir samning.
Athugasemdir
banner
banner
banner