Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   mán 03. júní 2024 17:33
Brynjar Ingi Erluson
Kylian Mbappe til Real Madrid (Staðfest)
Kylian Mbappe gerði fimm ára samning við félagið
Kylian Mbappe gerði fimm ára samning við félagið
Mynd: EPA
Frakkinn mun taka treyju númer 9 samkvæmt spænsku miðlunum
Frakkinn mun taka treyju númer 9 samkvæmt spænsku miðlunum
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Real Madrid hefur loksins tilkynnt komu franska sóknarmannsins Kylian Mbappe til félagsins, en hann kemur á frjálsri sölu frá Paris Saint-Germain. Samningur hans er til fimm ára og mun hann þéna um 15 milljónir evra í árslaun.

Félagaskiptin voru óumflýjanleg. Mbappe hefur verið aðdáandi Real Madrid frá blautu barnsbeini og var vitað mál að leiðir þeirra myndu liggja saman fyrr eða síðar, en á hans yngri árum var herbergi hans fyllt af plakötum af portúgölsku stórstjörnunni Cristiano Ronaldo.

Mbappe, sem er 25 ára gamall, var nálægt því að ganga í raðir félagsins árið 2022. Hann hafði átt mörg samtöl með Florentino Perez, forseta spænska félagsins, en hætti við á síðustu stundu eftir að PSG sanfærði hann um að vera áfram.

Frönsku miðlarnir hafa haldið því fram að Mbappe vildi aldrei framlengja dvöl sína hjá PSG, en eftir að hafa fundað með eigendunum í Katar sá hann sig tilneyddan til þess að gera nýjan tveggja ára samning, með möguleika á að framlengja um annað ár.

Í byrjun ársins greindu miðlar frá því að Mbappe hafi hafnað því að nýta ákvæðið og ætlaði sér að yfirgefa PSG á frjálsri sölu í sumar. Mbappe staðfesti það undir lok tímabilsins, en hann var þá búinn að ná samkomulagi við Real Madrid.

Spænska félagið hefur nú formlega tilkynnt félagaskipti hans, en samningur hans gildir til 2029. Mbappe mun klæðast treyju númer 9 en mun taka 'tíuna' þegar króatíski miðjumaðurinn Luka Modric yfirgefur félagið eftir næstu leiktíð.

Mbappe mun þéna um 15 milljónir evra í árslaun og fær þá 100 milljóna evra fyrir það eitt að skrifa undir samninginn.

Á sjö áruim hans hjá PSG vann hann frönsku deildina sex sinnum og skoraði 256 mörk í 308 leikjum. Hann yfirgefur félagið sem markahæsti leikmaður í sögu félagsins.


Athugasemdir
banner
banner