Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   mán 03. júní 2024 22:20
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool og Man Utd fylgjast með varnarmanni Sporting
Mynd: EPA
Liverpool og Manchester United eru bæði að íhuga að reyna við Goncalo Inacio, varnarmanni Sporting Lisbon í Portúgal. Þetta segir Fabrizio Romano á X.

Inacio er 22 ára gamall og varð meistari með Sporting á nýafstaðinni leiktíð.

Hann er í portúgalska landsliðinu sem fer á Evrópumótið í Þýskalandi í sumar.

Liverpool og Manchester United eru bæði áhugasöm um hann, en Inacio er með 60 milljóna evra klásúlu í samningi sínum.

United er að gera upp við sig hversu marga miðverði félagið ætlar að fá í sumar, en það vill að minnsta kosti einn réttfættan í þessum glugga.
Athugasemdir
banner
banner