Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   mán 03. júní 2024 19:34
Brynjar Ingi Erluson
Naby Keita valinn versti leikmaður tímabilsins
Naby Keita spilaði aðeins fimm leiki á tímabilinu
Naby Keita spilaði aðeins fimm leiki á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Naby Keita, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur verið valinn versti leikmaður tímabilsins í Þýskalandi, en það eru leikmenn deildarinnar sem sjá um valið.

Tími Keita hjá Liverpool einkenndist af miklum meiðslum á þeim fimm árum sem hann eyddi hjá félaginu.

Hann varð Englands- og Evrópumeistari með Liverpool áður en hann yfirgaf félagið á frjálsri sölu á síðasta ári.

Keita samdi við Werder Bremen í Þýskalandi en spilaði aðeins fimm leiki á tímabilinu. Hann var mikið meiddur stærstan hluta þess, en kom sér síðan í ónáðna er hann neitaði að ferðast með liðinu í útileik gegn Bayer Leverkusen.

Bremen sendi frá sér yfirlýsingu þar sem það sagðist ekki umbera hegðun leikmannsins og sendi hann í kjölfarið í bann út tímabilið.

Þessi hegðun hans náði til kollega hans í deildinni en 227 leikmenn völdu Keita versta leikmann tímabilsins í samstarfi við Kicker. Keita fékk 25,6 prósent atkvæða frá kollegum sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner