Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   mán 03. júní 2024 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Omari Forson á förum frá Man Utd
Mynd: Getty Images
Omari Forson, leikmaður Manchester United á Englandi, yfirgefur félagið þegar samningur hans rennur út í lok mánaðar.

Forson er 19 ára gamall sóknarmaður sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið á síðustu leiktíð.

Hann byrjaði einn leik á tímabilinu í 2-1 tapinu gegn Fulham í febrúar.

Alls spilaði hann sjö leiki í deild- og bikar, en þetta verður hans síðasta tímabil með liðinu.

Forson verður samningslaus í sumar og ætlar að halda annað í leit að meiri spiltíma.




Athugasemdir
banner