Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   mán 03. júní 2024 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo reynir að fá De Gea til Al-Nassr
David De Gea
David De Gea
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo, leikmaður Al-Nassr, er þessa dagana í fullri vinnu við að sannfæra fyrrum liðsfélaga sína um að koma til Sádi-Arabíu.

Í gær var greint frá því að Ronaldo væri í sambandi við Casemiro og Nacho.

Manchester United ætlar að losa sig við Casemiro í sumar og er Sádi-Arabía líklegasti áfangastaður.

Ronaldo hefur rætt við hann um að koma, en hann vill einnig fá Nacho, fyrrum samherja sinn hjá Real Madrid.

Nacho er fyrirliði Real Madrid, en hann hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út í sumar.

Enski blaðamaðurinn Graeme Bailey segir nú að Ronaldo hafi hringt í annan fyrrum liðsfélaga sinn, David De Gea. Spænski markvörðurinn hefur verið án félags síðan hann fór frá United á síðasta ári.

De Gea hefur verið orðaður við nokkur félög og var í raun sagður nálægt því að ganga í raðir Real Betis, en það datt upp fyrir og er hann því enn án félags.

Ronaldo var markahæstur í sádi-arabísku deildinni með 35 mörk, en tókst þó ekki að vinna titilinn. Al-Hilal varð deildar- og bikarmeistari, en Ronaldo vill styrkja hópinn verulega til að auka möguleikana á titlum á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner