Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   mán 03. júní 2024 21:00
Brynjar Ingi Erluson
Segir Casemiro ekki hafa meiðst fyrir bikarúrslitin - Vildi ekki vera á bekknum
Mynd: Getty Images
Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro gat ekki verið með Manchester United gegn Manchester City í úrslitum enska bikarsins í síðasta mánuði, en enska félagið sagði hann hafa dottið út úr upphitun vegna meiðsla.

Casemiro var ekki í byrjunarliði United sem það tilkynnti klukkutíma fyrir leik, en hann tók samt þátt í upphitun. Hann kvartaði yfir meiðslum og dró sig úr hópnum stuttu fyrir leik.

Liðið vann nágranna sína, 2-1, þökk sé mörkum frá Kobbie Mainoo og Alejandro Garnacho, en Nordin Amrabat, bróðir Sofyan, leikmanns United, segir Casemiro ekki hafa verið frá vegna meiðsla.

„Þú getur ekki bara tekið Casemiro út úr liðinu, en hann gerði það fyrir bikarúrslitaleikinn. Casemiro datt út í upphitun, en hann var ekki meiddur. Hann sá að hann væri ekki að fara byrja og hugsaði að hann vildi frekar sitja í stúkunni. Hann var heill, þannig hann hafði val,“ sagði Amrabat á Ziggo Sport.

Casemiro átti slakt tímabil með United og eru allar líkur á því að hann verði seldur í sumar, en mikill áhugi er frá félögum í Sádi-Arabíu.
Athugasemdir
banner
banner