Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   mán 03. júní 2024 20:57
Brynjar Ingi Erluson
Vináttuleikir: England og Króatía unnu þriggja marka sigra - Markalaust hjá Þjóðverjum
Trent Alexander-Arnold og Harry Kane skoruðu báðir
Trent Alexander-Arnold og Harry Kane skoruðu báðir
Mynd: Getty Images
Lovro Majer gerði tvö fyrir Króata
Lovro Majer gerði tvö fyrir Króata
Mynd: EPA
England og Króatía unnu í kvöld góða sigra í undirbúningi sínum fyrir Evrópumótið.

Spilað var á St. James' Park, heimavelli Newcastle, og var það því sérstök stund fyrir Kieran Trippier að fá að bera fyrirliðabandið.

Cole Palmer skoraði fyrsta mark Englendinga úr vítaspyrnu á 60. mínútu leiksins en 25 mínútum síðar gerði Trent Alexander-Arnold annað markið með laglegu skoti hægra megin úr teignum eftir fyrirgjöf Jack Grealish.

Harry Kane gerði þriðja og síðasta mark Englendinga af stuttu færi eftir vandræðagang í teig Bosníu. Lokatölur 3-0 og ágætis úrslit til að koma Englendingum í gang fyrir EM, sem fer fram í Þýskalandi.

Lovro Majer skoraði tvö mörk er Króatía vann 3-0 sigur á Norður-Makedóníu og þá gerðu Þjóðverjar, gestgjafar EM, markalaust jafntefli við Úkraínu.

Skotland vann Gíbraltar 2-0. Ryan Christie og Che Adams með mörkin.

Skotland 2 - 0 Gíbraltar
1-0 Ryan Christie ('58 )
2-0 Che Adams ('85 )

Króatía 3 - 0 Norður-Makedónía
1-0 Lovro Majer ('10 )
2-0 Lovro Majer ('45 )
3-0 Marco Pasalic ('79 )

Albanía 3 - 0 Liechtenstein
1-0 Armando Broja ('31 )
2-0 Jasir Asani ('47 )
3-0 Ernest Muci ('67 )

England 3 - 0 Bosnía og Hersegóvína
1-0 Cole Palmer ('60 , víti)
2-0 Trent Alexander-Arnold ('85 )
3-0 Harry Kane ('89 )

Þýskaland 0 - 0 Úkraína
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner