Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   mán 03. júní 2024 20:40
Brynjar Ingi Erluson
West Ham í baráttuna um miðjumann Girona
Mynd: EPA
West Ham United er komið í baráttuna um Aleix Garcia, miðjumann Girona á Spáni. Þetta segir spænski blaðamaðurinn Nil Sola.

Þessi 26 ára gamli leikmaður var einn af bestu mönnum Girona á tímabilinu.

Liðið kom sér í Meistaradeild Evrópu og var lengi vel í titilbaráttunni, en Garcia telur þetta rétta tímann til að takast á við nýjar áskoranir.

Bayer Leverkusen hefur leitt kapphlaupið um hann síðustu vikur en samkvæmt Sola er West Ham nú komið í baráttuna.

West Ham hefur lagt fram 16 milljóna evra tilboð í Garcia, sem fer nú yfir þá kosti sem hann með í höndum sínum.

Leverkusen er Þýskalandsmeistari og mun spila í nýrri Meistaradeild á næstu leiktíð, en West Ham mun ekki spila í Evrópukeppni eftir að hafa hafnað í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner