Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   þri 04. júní 2024 18:45
Brynjar Ingi Erluson
Adarabioyo búinn í læknisskoðun hjá Chelsea
Mynd: Getty Images
Enski varnarmaðurinn Tosin Adarabioyo er búinn í læknisskoðun hjá Chelsea og verður því kynntur sem nýr leikmaður félagsins á næstu dögum.

Adarabioyo, sem er 26 ára gamall, kemur til félagsins á frjálsri sölu frá Fulham.

Newcastle United var einnig í baráttu um leikmanninn, en Adarabioyo gat ekki hafnað tækifærinu á að spila með einu stærsta félagi Englands.

Hann stóðst læknisskoðun hjá Chelsea í dag og verður væntanlega kynntur fyrir helgi en samningur hans gildir til næstu fjögurra ára.

Það verða endurfundir hjá Adarabioyo og Enzo Maresca, sem tók við liði Chelsea á dögunum, en þeir unnu saman í tvo mánuði hjá Manchester City áður en Adarabioyo samdi við Fulham.
Athugasemdir
banner
banner