Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   þri 04. júní 2024 21:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvöllur
Einkunnir Íslands: Þrjár sem stóðu upp úr í frábærum sigri
Icelandair
Ísland fagnar sigurmarkinu.
Ísland fagnar sigurmarkinu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Karólína lagði upp bæði mörkin.
Karólína lagði upp bæði mörkin.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Guðrún var mjög góð.
Guðrún var mjög góð.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland vann í kvöld frábæran 2-1 sigur gegn Austurríki og er liðið í frábærri stöðu núna upp á það að komast beint á Evrópumótið næsta sumar.

Hér fyrir neðan má sjá einkunnir Fótbolta.net úr leiknum.

Fanney Inga Birkisdóttir - 6
Hafði ekki mikið að gera og gat ekkert gert í markinu. Vindurinn var svolítið að trufla hana í fyrri hálfleiknum. Var fullköld á köflum á boltanum.

Guðný Árnadóttir - 5
Lenti svolítið eftir á í markinu sem Austurríki skorar og það er hennar maður sem gerir markið. Annars nokkuð fín frammistaða.

Glódís Perla Viggósdóttir - 6
Mjög solid leikur hjá fyrirliðanum, að venju. Ekkert hægt að setja út á hana en hún þurfti ekkert að gera mikið varnarlega.

Ingibjörg Sigurðardóttir - 7
Var grjóthörð í vörninni og varðist einu sinni frábærlega þegar Austurríki var að ógna með stórhættulegri skyndsókn.

Guðrún Arnardóttir - 8 (maður leiksins)
Átti frábæran leik í kvöld. Töfraði sóknarlega í fyrra marki Íslands og á stærstan þátt í því marki. Hvaðan kom það eiginlega? Var svo traust það sem eftir lifði leiks og óheppin að skora ekki. Hennar besti landsleikur í langan tíma.

Hildur Antonsdóttir - 8
Skoraði frábært sigurmark þar sem hún stangaði boltann inn af miklum krafti. Hún ætlaði sér að skora og gerði það. Það er innan við ár síðan Hildur lék sinn fyrsta keppnisleik með landsliðinu og hún er heldur betur búin að grípa tækifærið.

Selma Sól Magnúsdóttir - 6
Vann ágæta vinnu inn á miðsvæðinu en tengdi ekki alveg nægilega vel á köflum. Átti eina verstu aukaspyrnu síðari ára. Flott dagsverk sem áður, ekkert vesen.

Hlín Eiríksdóttir - 7
Skoraði gott mark þar sem hún kláraði af yfirvegun. Barðist svo og gerðist sitt vel.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - 8
Hornspyrnur í heimsmælikvarða og hún setti tvær þeirra í stöngina. Leggur upp bæði mörkin. Gæði, einfalt.

Sandra María Jessen - 6
Mjög vinnusöm að venu en náði ekki að búa til eða ógna mikið sóknarlega í þessum leik.

Sveindís Jane Jónsdóttir - 6
Var mjög dugleg að elta langa bolta fram en við verðum að fá meira frá henni á síðasta þriðjungi. Þarf ekki alltaf að drífa sig. Líta upp og horfa, takk.

Varamenn:
Alexandra Jóhannsdóttir - 6
Aðrar spiluðu ekki nóg til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner
banner