Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   þri 04. júní 2024 20:10
Brynjar Ingi Erluson
Bournemouth fær markvörð frá Nýja-Sjálandi (Staðfest)
Mynd: Bournemouth
Bournemouth hefur gengið frá kaupum á markverðinum Alex Paulsen frá Wellington Phoenix. Þetta kemur fram í tilkynningu frá enska úrvalsdeildarfélaginu.

Paulsen er 21 árs gamall og verið á mála hjá Wellington allan sinn feril.

Á síðasta tímabili var hann valinn í lið ársins í A-deildinni og var þá tvisvar valinn besti leikmaður mánaðarins.

Bournemouth hefur nú fest kaup á þessum efnilega markverði en hann gerir langtímasamning við félagið.

Bournemouth hafnaði í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner