Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   þri 04. júní 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
De Jong um gagnrýni Gullit: Er Kroos með mörg mörk og stoðsendingar?
Frenkie De Jong
Frenkie De Jong
Mynd: EPA
Frenkie De Jong, leikmaður Barcelona og hollenska landsliðsins, hefur svarað gagnrýni goðsagnarinnar Ruud Gullit, sem sagði hann ekki vera mikilvægan leikmann fyrir landsliðið.

Fyrrum landsliðsmenn Hollands hafa verið duglegir við að gagnrýna þá leikmenn sem spila fyrir landsliðið í dag.

Matthijs De Ligt, Virgil van Dijk og fleiri leikmenn hafa reglulega fengið að heyra það frá forverum sínum, en Gullit, sem var einn besti leikmaður heims á níunda áratugnum og byrjun tíunda áratugarins, sagði De Jong ekki sinna mikilvægu hlutverki í landsliðinu.

Sagði Gullit að De Jong væri ekki jafn mikilvægur leikmaður og Toni Kroos fyrir Real Madrid og þýska landsliðið.

„Fólk hugsar oft í mörkum og stoðsendingum. Ég er með ákveðið hlutverk. Ég get ekki byggt upp eða stjórnað leiknum eða skorað og lagt upp mörk trekk í trekk. Það hefur aldrei verið til leikmaður í þessari stöðu sem hefur afrekað það. Er Kroos með mörg mörk og stoðsendingar?“ sagði og spurði De Jong í viðtali við AD.

Til að svara þessari spurningu þá kom Kroos að 127 mörkum í 465 leikjum með Real Madrid á þeim tíu árum sem hann spilaði hjá félaginu. Hjá Bayern kom hann að 73 mörkum í 205 leikjum og hjá Leverkusen átti hann þátt í 23 mörkum í 48 leikjum.

Með þýska landsliðinu hefur Kroos skorað 17 mörk og gefið 21 stoðsendingu í 108 landsleikjum. Þannig svarið til De Jong er; Já, hann hefur komið að mörgum mörkum og stoðsendingum, en fær líka að koma meira að föstum leikatriðum en Hollendingurinn.
Athugasemdir
banner
banner