Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   þri 04. júní 2024 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dreymir um að fá Varane aftur til félagsins
Varane lék síðast með Lens árið 2011.
Varane lék síðast með Lens árið 2011.
Mynd: Getty Images
Joseph Oughourlian, forseti franska félagsins Lens, dreymir um að fá Raphael Varane aftur til félagsins. Hann viðurkennir á sama tíma að engar viðræður séu í gangi við varnarmanninn að svo stöddu.

Varane hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Manchester United og rennur samningur hans við félagið út um mánaðamótin.

Varane hefur verið orðaður við Lens sem er uppeldisfélagið hans. Hann steig sín fyrstu skref með Lens áður en hann hélt svo til Real Madrid árið 2011 og þaðan fór hann svo til United tíu árum seinna.

„Ég get ekki sagt að það sé eitthvað komið langt á leið því það er ekkert í gangi sem stendur. Ef það væri eitthvað í gangi þá væri sennilega búinn að láta mig vita," sagði forsetinn í gær.

„Mig dreymir um þetta, en það eru engar viðræður, við þurfum að skoða fjárhagslegu hliðina líka."

Varane er 31 árs og lék á sinum landsliðsferli 93 leiki. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir HM í Katar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner