Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   þri 04. júní 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Fær ekki leyfi frá Chelsea til að fara á Ólympíuleikana
Mynd: EPA
Chelsea hefur meinað Enzo Fernandez, leikmanni liðsins, að fara með Argentínu á Ólympíuleikana í París í næsta mánuði.

Á dögunum kom fram að Manchester United væri búið að hafna beiðni argentínska fótboltasambandsins um að fá Alejandro Garnacho í keppnina og ætlar Chelsea að gera slíkt hið sama við Enzo.

Ólympíuleikarnir byrja í júlí og klárast í ágúst, en leikmenn sem spila í ensku úrvalsdeildinni myndu því missa af byrjun tímabilsins.

Enzo bað Chelsea ítrekað um leyfi til að fara með argentínska liðinu á Ólympíuleikana en fékk neitun og er það nú útrætt mál að hann fer ekki.

Chelsea er byrjað að undirbúa sig fyrir næstu leiktíð en á dögunum var Enzo Maresca ráðinn nýr stjóri félagsins, nokkrum vikum eftir að hafa komið Leicester upp í úrvalsdeildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner