Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   þri 04. júní 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Genoa vill kaupa Spence frá Tottenham
Mynd: EPA
Ítalska félagið Genoa er í sambandi við Tottenham varðandi möguleg kaup á enska hægri bakverðinum Djed Spence.

Spence var á láni hjá Genoa á þessari leiktíð en liðið var þá nýliði í Seríu A.

Sem nýliði náði liðið bestum árangri af öllum nýliðum í fimm bestu deildum Evrópu er það hafnaði í 11. sæti deildarinnar.

Genoa er afar ánægt með frammistöðu Spence og vill nú fá hann alfarið til félagsins, en það hefur opnað viðræður við Tottenham um leikmanninn.

Spence, sem er 23 ára gamall, spilaði 23 leiki í deild- og bikar á nýafstaðinni leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner