Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   þri 04. júní 2024 17:48
Brynjar Ingi Erluson
Goðsögn Real Madrid ráðin til Al-Nassr
Fernando Hierro
Fernando Hierro
Mynd: Getty Images
Fyrrum fótboltamaðurinn Fernando Hierro er nýr yfirmaður íþróttamála hjá sádi-arabíska félaginu Al-Nassr.

Hierro er talinn með bestu varnarmönnum allra tíma en hann lék lengst af á ferlinum með Real Madrid.

Þar spilaði hann frá 1989 til 2003 þar sem hann vann fjölda titla ásamt því að hafa spilað 89 landsleiki fyrir Spán.

Síðustu tvö ár hefur hann unnið sem yfirmaður íþróttamála hjá Guadalajara í Mexíkó en hann sagði starfi sínu lausu í lok síðasta mánaðar til að taka við sömu stöðu hjá Al-Nassr.

Hann var kynntur í dag en hans fyrsta verk verður að styrkja leikmannahóp félagsins í sumarglugganum.

Al-Nassr var í titilbaráttu og komst í úrslitaleik bikarsins, en tapaði báðum keppnum fyrir Al-Hilal.
Athugasemdir
banner
banner
banner