Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   þri 04. júní 2024 15:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Halli Hróðmars tekinn við Grindavík (Staðfest)
Lengjudeildin
Halli er 36 ára.
Halli er 36 ára.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haraldur Árni Hróðmarsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari Grindavíkur og mun stýra félaginu út leiktíðina í Lengjudeild karla. Frá þessu greinir félagið á samfélagsmiðlum rétt í þessu. Halli tekur við af Brynjari Birni Gunnarssyni sem var látinn fara eftir leikinn gegn Keflavík á föstudag.

Marko Valdimar Jankovic mun starfa með Haraldi Árna sem aðstoðarþjálfari. Marko er sonur Milan Stefáns Jankovic.

Haraldur Árni var aðstoðarþjálfari hjá ÍA á síðustu leiktíð en hann ásamt Jóni Þór Haukssyni stýrðu ÍA til sigurs í Lengjudeildinni. Þar áður var hann aðstoðarmaður hjá Val þegar Heimir Guðjónsson stýrði félaginu ásamt því að vera yfirþjálfari yngri flokka.

„Það er með mikilli ánægju sem við kynnum inn Harald sem nýjan þjálfara Grindavíkur. Við teljum að Haraldur og Marko munu koma af miklum krafti inn í starfið hjá okkur og væntum við mikils af samstarfinu,“ segir Haukur Guðberg Hauksson, formaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur, við undirskrift.

Grindavík er með fjögur stig eftir fimm leiki. Liðið er í næstneðsta sæti Lengjudeildarinnar og er næsti leikur liðsins gegn Leikni.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Njarðvík 8 6 1 1 19 - 8 +11 19
2.    Fjölnir 7 5 2 0 14 - 7 +7 17
3.    Afturelding 7 3 2 2 11 - 13 -2 11
4.    ÍBV 7 2 4 1 13 - 10 +3 10
5.    Grótta 8 2 4 2 13 - 15 -2 10
6.    Keflavík 7 2 3 2 12 - 6 +6 9
7.    Grindavík 6 1 4 1 11 - 11 0 7
8.    Dalvík/Reynir 7 1 4 2 9 - 11 -2 7
9.    Þór 6 1 3 2 8 - 11 -3 6
10.    ÍR 7 1 3 3 6 - 14 -8 6
11.    Þróttur R. 7 1 2 4 11 - 12 -1 5
12.    Leiknir R. 7 1 0 6 7 - 16 -9 3
Athugasemdir
banner
banner