Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   þri 04. júní 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Gríðarlega mikilvægur leikur á Laugardalsvelli
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið mætir Austurríki í ótrúlega mikilvægum leik í undankeppni Evrópumótsins á Laugardalsvelli í kvöld.

Ísland og Austurríki eru jöfn að stigum í öðru og þriðja sæti riðilsins, en sigur í þessum leik kæmi Íslandi langleiðina með að komast á Evrópumótið.

Liðin gerðu 1-1 jafntefli í Ried í síðustu viku í leik þar sem Ísland fékk góð færi til að gera út um leikinn.

Þýskaland er komið með annan fótinn á Evrópumótið og mun sigur duga liðinu til að komast á mótið.

Leikir dagsins:

Landslið kvenna - Undankeppni EM
16:00 Pólland-Þýskaland (Stadion Miejski w Gdyni)
19:30 Ísland-Austurríki (Laugardalsvöllur)
Landslið kvenna - Undankeppni EM
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þýskaland 4 4 0 0 13 - 5 +8 12
2.    Ísland 4 2 1 1 7 - 5 +2 7
3.    Austurríki 4 1 1 2 7 - 7 0 4
4.    Pólland 4 0 0 4 3 - 13 -10 0
Athugasemdir
banner
banner
banner