Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
banner
   þri 04. júní 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Lacazette á leið til Sádi-Arabíu
Mynd: Lyon
Franski sóknarmaðurinn Alexandre Lacazette er búinn að ná samkomulagi við Al Quadsiah í Sádi-Arabíu en þetta segir Santi Aouna hjá Footmercato.

Al Quadsiah vann B-deildina í Sádi-Arabíu á nýafstaðinni leiktíð og verður því nýliði í efstu deild.

Félagið er stórhuga fyrir sumarið og er þegar byrjað að ræða við nokkrar stjörnur úr Evrópuboltanum.

Samkvæmt Aouna er félagið í beinum viðræðum við franska félagið Lyon um Alexandre Lacazette, en það hefur náð samkomulagi við leikmanninn um kaup og kjör.

Lyon er þegar byrjað að horfa í kringum sig í leit að arftaka Lacazette sem skoraði 22 mörk í 39 leikjum á leiktíðinni.

Lacazette, sem er uppalinn hjá Lyon, lék í fimm ár með enska félaginu Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner