Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   þri 04. júní 2024 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Man City snýr vörn í sókn - Höfðar mál gegn ensku úrvalsdeildinni
Manchester City ætlar í hart við ensku úrvalsdeildina
Manchester City ætlar í hart við ensku úrvalsdeildina
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Man City er í eigu Sheikh Mansour
Man City er í eigu Sheikh Mansour
Mynd: Getty Images
Manchester CIty hefur höfðað mál gegn ensku úrvalsdeildinni en félagið sakar deildina um mismunun gegn félögum sem hafa sterk tengsl við Persaflóasvæðið og vill þá afnema sérhannaðar fjárhagsreglur deildarinnarTimes greinir frá.

Félagið vill afnema sérstakar APT (Association Party Transaction)-reglur, sem eru hannaðar til þess að koma í veg fyrir að félög geti gert uppblásna auglýsingasamninga með þeim tilgangi að vera samkeppnishæfara í deildinni.

Reglurnar voru kynntar til leiks árið 2021 er ríkissjóður Sádi-Arabíu festi kaup á enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United.

Óháðir endurskoðendur sjá um að skoða auglýsingasamninga félaga, sem vega og meta hvort markaðsvirði þeirra sé sanngjarnt. Man City telur að regluverkið sé ólögmætt og það haldist ekki í hendur við samkeppnislög Bretlandseyja.

Félagið fer einnig fram á skaðabætur en þó félagið hafi unnið ensku úrvalsdeildina fjögur ár í röð telur það að regluverkið hafi haft veruleg áhrif á árangur félagsins og það verði í framtíðinni tilneytt til þess að skera niður sem myndi hafa áhrif á bæði unglingastarf og kvennalið félagsins.

Sigur í málinu myndi gera Man City kleift að ákveða virði samninga og jafnvel leyfa félaginu að eyða meira í leikmannakaup og laun. Man City telur að félagið eigi rétt á því að ákveða sjálft hversu miklum peningum það vill verja í félagið og telur þá regluverkið vera mismunun í garð félaga sem hafa sterk tengsl við Persaflóasvæðið.

SIgur kæmi Man City í góða stöðu

Það má segja að Man City sé að snúa vörn í sókn. Enska úrvalsdeildin kærði félagið fyrir 115 brot á fjárhagsreglum deildarinnar í byrjun síðasta árs.

Þær kærur ná frá 2009 til 2018 en Man City hefur ekki skilað inn fjáhagsskýrslum yfir þetta tímabil og hafi þá ekki sýnt samstarfsvilja við rannsókn málsins.

Einnig sakar enska úrvalsdeildin Man City um að hafa brotið fjárhagsreglur UEFA yfir fimm ára tímabil. Ef Man City verður sakfellt í því máli gæti deildin dregið stig, svipt titla og jafnvel fellt félagið niður um deild.

Það mál verður tekið fyrir í nóvember á þessu ári á meðan kæra Man City á hendur úrvalsdeildarinnar verður tekin fyrir í næstu viku.

Málið sem fer fram fyrir gerðardómi í næstu viku er því gríðarlega mikilvægt fyrir Man City og ásakanirnar sem það þarf að svara fyrir í nóvember.

Það hefst 10. júní og er áætlað að það standi yfir í um tvær vikur.

Ef Man City vinnur mál sitt í næstu viku hefur það góðan rökstuðning fyrir því að ATP-regluverkið se ólögmætt og ekki í takt við samkeppnislög Bretlandseyja.
Athugasemdir
banner
banner