Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   þri 04. júní 2024 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Neymar: Þetta eru algjörar falsfréttir
Mynd: Getty Images
Neymar hefur verið orðaður burt frá Al-Hilal í Sádi-Arabíu en hann þvertekur fyrir það að hann sé á förum frá félaginu.

Sóknarmaðurinn sleit krossband snemma á liðnu tímabili og var orðaður við uppeldisfélagið Santos í Brasilíu nýlega. Hann var sagður vera byrjaður að undirbúa heimkomu. Hann hefur einnig verið orðaður við Inter Miami í Bandaríkjunum.

„Það sem hefur verið sagt er fullkomlega rangt, ég er ekki búinn að undirbúa neitt," sagði Neymar við ESPN.

„Ég á enn eitt ár eftir af samningi mínum við Al-Hilal og ég vonandi næ að eiga frábært tímabili."

„Það er satt að Santos er uppáhaldsliðið mitt og ég væri til í að snúa til baka einn daginn, en ég er ekki með neitt plan í huga,"
sagði Neymar sem er 32 ára. Hann var keyptur til Al-Hilal á 90 milljónir evra síðasta sumar frá PSG.
Athugasemdir
banner
banner