Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   þri 04. júní 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Otavio ekki með Portúgal á EM - Nunes kallaður inn
Mynd: EPA
Otavio, leikmaður Al-Nassr í Sádi-Arabíu, fer ekki með portúgalska landsliðinu á Evrópumótið í Þýskalandi.

Þessi 29 ára gamli sóknartengiliður átti fínasta tímabil í Sádi-Arabíu, þar sem hann kom að nítján mörkum í 48 leikjum.

Leikmaðurinn er að glíma við meiðsli og hefur verið tilneyddur til þess að draga sig úr hópnum sem fer á EM.

Roberto Martínez, þjálfari landsliðsins, hefur ákveðið að kalla Matheus Nunes, leikmann Manchester City á Englandi, inn í stað Otavio.

Nunes er 25 ára gamall miðjumaður sem kom til Man City frá Wolves á síðasta ári, en honum tókst ekki heilla Pep Guardiola á fyrsta tímabili sínu.

Hann lék 31 leik í öllum keppnum, flesta sem varamaður, er Man City varð enskur deildarmeistari fjórða árið í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner