Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   þri 04. júní 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Pepe Reina farinn frá Villarreal (Staðfest)
Mynd: EPA
Spænski markvörðurinn Pepe Reina er farinn frá Villarreal eftir tveggja ára dvöl hjá félaginu.

24 ár eru liðin frá því Pepe Reina spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Barcelona, en síðan þá hefur hann spilað fyrir félög á borð við Liverpool, Napoli, Bayern München, Lazio, Milan, Aston Villa og nú síðast Villarreal.

Hann samdi við Villarreal árið 2022 en það var í annað sinn á ferlinum sem hann gengur í raðir félagsins.

Á síðasta tímabili spilaði hann alls 12 leiki í öllum keppnum og hélt þrisvar sinnum hreinu, en samningur hans rann út eftir tímabilið.

Villarreal hefur nú tilkynnt að Reina verði ekki áfram hjá félaginu en ekki liggur fyrir hvort hann ætlar að halda áfram að spila eða leggja hanskana á hilluna.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner