Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
banner
   þri 04. júní 2024 11:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skaut á Albert Ingason í fagninu - „Gaman að fá smá hita"
Ísak Snær kom á láni rétt áður en tímabilið hófst.
Ísak Snær kom á láni rétt áður en tímabilið hófst.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Verið mikið á milli tannanna á fólki.
Verið mikið á milli tannanna á fólki.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Djúskúrinn virkaði vel fyrir tímabilið 2022.
Djúskúrinn virkaði vel fyrir tímabilið 2022.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson átti góðan leik með Breiðabliki gegn HK á sunnudag. Ísak bæði skoraði og lagði upp í 0-2 sigri í Kórnum. Ísak er á láni hjá Breiðabliki frá Rosenborg út tímabilið en norska félagið getur kallað hann til baka í glugganum.

Ísak hefur fengið talsverða gagnrýni fyrir standið á sig, hann hefur þótt vera of þungur.

Hvað finnst honum um umræðuna?

„Þessi umræða er ekki að hafa mikil áhrif á mig. Ég vissi alveg hvað ég var að fara út í þegar ég setti þessa mynd inn fyrir tveimur árum," sagði Ísak við Fótbolta.net.

„Flest sem er sagt er ekkert rangt þannig séð, en það koma einstaka sinnum grimmar færslur frá einhverjum sem eru að reyna vera með leiðindi. En maður verður bara að taka það á kassann og leyfa þeim að sleikja sveitta sokka þegar maður sýnir að þeir hafa rangt fyrir sér."

Tvisvar farið á djúskúrinn
Óskar Hrafn Þorvaldsson, fyrrum þjálfari Ísaks hjá Breiðabliki, sagði á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld að Ísak þyrfti að fara á djúskúr. Er það planið?

„Djúskúrinn hefur virkað hingað til," sagði Ísak og hló. „Ég fór á hann þegar ég var í Norwich og fyrir tímabilið '22. Kannski maður hoppi bara í það!"

Ísak nefnir tímabilið 2022 en þá var hann besti leikmaður Bestu deildarinnar.

Því miður fékk Albert stafina
Þegar Ísak skoraði fagnaði hann með því að sýna stafina 'A' og 'I' með fingrunum í myndavélina. Að hverjum beindist fagnið? Var þetta á Albert Brynjar Ingason fyrir ummæli hans í Stúkunni?

„Fagnið var eiginlega á alla sem voru búnir að segja eitthvað, Albert fékk því miður stafina út af því að einn af vinum mínum bað mig um að gera það," sagði Ísak og hló. „Það er gaman að fá fólk til þess að tala um eitthvað og smá hita."

Veistu til þess að Rosenborg sé að fylgjast með þér, eru einhver samskipti og ef þau eru þá hvernig eru þau?

„Ég er búinn að fá einhver skilaboð frá styrktarþjálfaranum og sjúkraþjálfaranum, þeir voru að tékka á mér, en ekkert meira en það."

Sterkari deild og sömu grunnatriði
Hvað finnst þér hafa breyst frá því þú spilaðir síðast á Íslandi?

„Deildin er heilt yfir sterkari finnst mér, sterkari lið og leikmenn. Grunnatriðin hjá Blikum hafa haldist frá því ég var síðast. Mér finnst bara nokkrir taktískir hlutir hafa breyst, en markmiðin eru alltaf þau sömu," sagði Ísak.

Athugasemdir
banner