Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
banner
   þri 04. júní 2024 23:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Laugardalsvelli
Steini: Mjög glöð að heyra hvað austurríska liðið var að hugsa
Icelandair
'Við vildum hafa þetta svona og sem betur fer heppnaðist það'
'Við vildum hafa þetta svona og sem betur fer heppnaðist það'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Vel fagnað eftir leikinn.
Vel fagnað eftir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Með rakettu frammi.
Með rakettu frammi.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
'Þarna fengum við frían skalla og það var bara hammer í netið'
'Þarna fengum við frían skalla og það var bara hammer í netið'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
'Hún gerði þetta virkilega vel, keyrði á þær, fór framhjá þeim tveimur og færði boltann vel.'
'Hún gerði þetta virkilega vel, keyrði á þær, fór framhjá þeim tveimur og færði boltann vel.'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ég er stoltur og ánægður, mér fannst þetta heilt yfir vera vel gert hjá okkur. Hefðum alveg getað skorað fleiri mörk og mér fannst við heilt yfir vera betra en austurríska liðið," sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins, á fréttamannafundi eftir sigur á Austurríki í undankeppni EM í kvöld.

Ísland komst yfir í leiknum, Austurríki náði að jafna rétt fyrir leikhlé en í seinni hálfleik var nánast einstefna fram að sigurmarki Íslands.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Austurríki

Íslenska liðið bankaði og bankaði en boltinn neitaði að fara í netið fyrr en Hildur Antonsdóttir mætti og stangaði boltann í netið eftir frábæra hornspyrnu Karólínar Leu Vilhjálmsdóttur.

„Við vorum helvíti líkleg í föstu leikatriðunum og vorum að fá eitt og eitt færi með. Mér fannst seinni hálfleikurinn bara fínn hjá okkur. Þó að þú sért að spila með vindi þá ert ekkert þægilegt að spila, það er ekkert auðvelt að spila boltanum fram á við. En við erum svo sem með rakettu fram á við sem getur elt ansi marga bolta. Þú þarft að spila mjög markvisst og í mörgum tilfellum tókst það. Ég er bara sáttur við þennan leik, fínn leikur hjá okkur."

Tvær hornspyrnur í stöngina
Tvær hornspyrnur í röð frá Karólínu enduðu í stönginni.

„Mér fannst mjög merkilegt í seinna skiptið hvernig hann fór ekki í markið, hélt hann væri á leiðinni inni. Fór hann í hausinn á markmanninum? Það var meðvindur og boltinn fer í stöngina, hélt hann færi inn."

Virkilega flott sókn
Guðrún Arnardóttir átti frábæran sprett í aðdraganda fyrra marksins.

„Hún gerði þetta virkilega vel, keyrði á þær, fór framhjá þeim tveimur og færði boltann vel. Hún kom boltann á Karólínu og Karólína gaf yfir á Hlín. Virkilega flott sókn. Sandra María dró bakvörðinn með sér úr stöðu, bakverðirnir eltu mikið maður á mann. Guðrún komst á bakvið og keyrði á þetta."

„Bara hammer í netið"
Seinna markið var þrumuskalli frá Hildi.

„Það var frábær skalli, eitt af fáum skiptum sem við fengum frían skalla eftir fast leikatriði. Þetta var mikið klafs þar sem þær áttu í vandræðum með að koma í burtu. Þarna fengum við frían skalla og það var bara hammer í netið."

Týpískt Ísland
Steini var ánægður með frammistöðu leikmanna.

;,Mér fannst við heilt yfir sterkari í þessum leik. Það var erfitt að eiga við mótvindinn, en mér fannst við bregðast vel við því. Við vildum byrja fyrri hálfleikinn á móti vindi, fengum reyndar ekki hlutkestið en þær völdu að byrja með vindi. Við vildum hafa það svoleiðis því ég er á því að það sé betra, sérstaklega þegar andstæðingurinn er ekki vanur því að spila í vindi, þá tekur alltaf smá tíma að ná áttum eins og fyrir þær í fyrri hálfleiknum. Við vildum hafa þetta svona og sem betur fer heppnaðist það."

„Þær eru góðar í fótbolta, auðvitað eru þetta aðstæður sem þær eru ekkert vanar. Þær náðu nokkrum sinnum í seinni hálfleik að spila í gegnum okkur, þó að við værum að pressa þær. En auðvitað er það frústrerandi þegar þú ert ekki vanur að spila í þessum aðstæðum. Leikmenn hjá þeim voru að velta fyrir sér í dag hvort leiknum yrði frestað vegna veðurs. Þannig var hugarfarið hjá þeim sem við vorum mjög glöð með að heyra. Þær voru að spyrja hvort það væri ekki of hvasst til að spila fótbolta. Þetta voru auðvitað ekki draumaaðstæður."

„Við búum á Íslandi, það er hásumar, Holtavörðuheiðin lokuð, snjór á Akureyri og út um allt. Þetta er bara týpískt Ísland."

„Þetta er líka auðvitað dagsform, það er jafnt á milli þessara liða. Heilt yfir hafa þær verið að ná betri úrslitum en við undanfarin 10 ár. Í dag vorum við bara sterkari. Fyrri leikurinn var jafn, en heilt yfir í dag vorum við sterkari. Trúin og krafturinn í liðinu skilaði því."


Fólkið sem mætti stóð sig virkilega vel
Rétt ríflega tvö þúsund manns voru í stúkunni í kvöld og létu áhorfendur í sér heyra. Stuðningsmannasveitin Tólfan mætti og studdi vel við liðið.

„Stemningin var flott, fólkið sem mætir stendur sig alltaf vel, auðvitað hefði ég viljað sjá fleiri, en fólkið sem mætir stendur sig virkilega vel og styður vel við bakið á stelpunum," sagði landsliðsþjálfarinn.

Ísland er með sjö stig eftir fjóra leiki í riðlinum og þarf þrjú stig í síðustu tveimur leikjum riðilsins til að gulltryggja sæti á EM næsta sumar. Þeir eikir verða í júlí.
Landslið kvenna - Undankeppni EM
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þýskaland 4 4 0 0 13 - 5 +8 12
2.    Ísland 4 2 1 1 7 - 5 +2 7
3.    Austurríki 4 1 1 2 7 - 7 0 4
4.    Pólland 4 0 0 4 3 - 13 -10 0
Athugasemdir
banner
banner