Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   þri 04. júní 2024 20:38
Brynjar Ingi Erluson
Þær þýsku komnar á Evrópumótið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þýska kvennalandsliðið vann Pólland, 3-1, í riðli Íslands í undankeppni Evrópumótsins og hefur nú tryggt sér farseðilinn á lokamótið.

Bayern-konurnar Lea Schüller og Klara Bühl skoruðu mörk þýska liðsins.

Þýskaland lendti undir á 12. mínútu en Schüller jafnaði á 51. mínútu áður en hún bætti við öðru átján mínútum síðar. Bühl gulltryggði sigurinn þrettán mínútum fyrir leikslok.

Úrslitin þýða það að Þýskaland er komið á Evrópumótið sem fer fram í Sviss á næsta ári.

Austurríki og Ísland munu berjast um síðasta lausa sætið í riðlinum, en leikur þeirra er einmitt í gangi núna. Staðan er 1-1 í hálfleik en sigurvegarinn úr þessum leik kemur sér í góða stöðu fyrir síðustu tvo leikina.
Athugasemdir
banner
banner
banner