Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
Orðinn markahæstur í sögu Njarðvíkur: Stoltur og stór áfangi fyrir mig
Chris Brazell: Dómarateymið bað okkur afsökunar
Gunnar Heiðar: Rosalega mikið sem gerðist á stuttum tíma
Eyjó Héðins: Aðalatriðið var bara að ná að troða honum inn
Hetja Hauka: Væri helvíti gaman að spila á Laugardalsvellinum
Haddi: Ég er farinn að kannast við mitt KA lið
Aron Bjarna: Mikilvægt að vinna þessa leiki
Fagnaði langþráðum sigri ÍA gegn KR - „Fékk afbrigði af Covid sem enginn hefur fengið"
Ingvar Jóns skilur ekkert: Hugsaði aldrei að hann myndi dæma víti
Arnar Gunnlaugs fámáll - „Umræðan um Víking er orðin fáranleg“
Arnar Grétars: Mér fannst við miklu betri í dag
Gylfi: Ingvar reyndi að taka mig á taugum
Þorsteinn Aron: Ömurlegir í fyrri og alvöru karakter að koma til baka
Viktor Jóns: Loksins að sýna hvað ég get
Rúnar Kristins: Auðveldara að sækja gegn vindinum en með
Jón Þór: Fyllilega verðskuldað og rúmlega það
Emil Atla: Ánægður með árásargirnina hjá okkar liði
Heimir: Varnarleikur liðsins er bara ekki nógu góður
Jökull: Hann tók þetta í sínar eigin hendur
Ómar Ingi: Við þurftum að fara út og gera bara eitthvað
   þri 04. júní 2024 23:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvöllur
Segir að þetta sé bara gola í Grindavík - „Hún á fyrsta markið"
Icelandair
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var svo geðveikt. Þvílíkur vinnusigur," sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður Íslands, eftir 2-1 sigur gegn Austurríki í afar mikilvægum leik í undankeppni EM 2025 í kvöld.

Úrslitin þýða það að Ísland er í ansi góðum málum upp á að komast beint á Evrópumótið á næsta ári.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Austurríki

„Að vera komin aftur á Laugardalsvöll og fagna aftur með aðdáendunum var frábær upplifun," sagði Ingibjörg en henni fannst gaman að spila í vindinum.

„Við vitum að við erum sterkar á heimavelli. Veðrið er eins og það er á Íslandi. Við getum nýtt það okkur til góðs og mér fannst við gera það í dag."

Ingibjörg er uppalin í Grindavík og er vön miklu meira roki. „Þetta er bara gola miðað við Grindavík í gamla daga," sagði Ingibjörg létt.

Ísland spilaði vel í þessum tveimur leikjum gegn Austurríki. „Mér fannst við meira og meira vera að sýna okkar einkenni. Við erum með kynslóðarskipti núna en mér finnst við vera að komast í takt við það sem við vorum fyrir nokkrum árum. Ungu stelpurnar eru virkilega að stíga upp og það er svo gaman að fylgjast með því."

Guðrún Arnardóttir, félagi Ingibjargar úr vörninni, sýndi magnaða takta í fyrsta marki Íslands. Hún er vön því að sýna góða takta varnarlega en kannski aðeins minna sóknarlega.

„Hún á fyrsta markið. Ég hef ekki hugmynd hvaðan þetta kom. Hún bara hélt áfram og gerði það sem hún gerði. Guðrún er með gæði, það vita allir. Hún er klár leikmaður og les stöðuna vel. Þetta var bara flott."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner