Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
banner
   þri 04. júní 2024 19:04
Brynjar Ingi Erluson
Verður áfram með spænska landsliðið
Mynd: Getty Images
Luis de la Fuente, þjálfari spænska karlalandsliðsins, mun stýra liðinu á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó árið 2026.

De La Fuente tók við landsliðinu af Luis Enrique fyrir tveimur árum aðeins nokkrum dögum eftir að Spánverjar duttu úr leik á HM í Katar.

Samningur þjálfarans var til tveggja ára en hann átti að renna út eftir Evrópumótið í sumar.

Spænska fótboltasambandið hefur nú tilkynnt að hann hafi skrifað undir nýjan tveggja ára samning og mun hann því stýra liðinu á HM 2026.

De La Fuente hefur náð ágætis árangri með liðið á þessum tveimur árum en hann stýrði liðinu til sigurs í Þjóðadeildinni í fyrsta sinn í sögu landsliðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner