Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   þri 04. júní 2024 21:56
Brynjar Ingi Erluson
Vináttulandsleikir: Fernandes með tvö í sigri á Finnlandi
Bruno Fernandes mætti heitur inn í landsliðverkefnið
Bruno Fernandes mætti heitur inn í landsliðverkefnið
Mynd: EPA
Xherdan Shaqiri skoraði fjórða mark Sviss
Xherdan Shaqiri skoraði fjórða mark Sviss
Mynd: EPA
Bruno Fernandes skoraði tvö mörk er Portúgal vann Finnland, 4-2, í vináttulandsleik í kvöld.

Undirbúningur er hafinn fyrir Evrópumótið sem fer fram í Þýskalandi á næsta ári.

Ruben Dias og Diogo Jota komu Portúgal í 2-0 gegn Finnlandi og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Bruno Fernandes bætti við þriðja markinu áður en Teemu Pukki gerði tvö fyrir FInna. Fernandes gerði annað mark sitt þegar sex mínútur voru eftir og þar við sat.

Ítalía og Tyrkland gerðu markalaust jafntefli í Bologna og þá vann Austurríki 2-1 sigur á Serbíu.

Úrslit og markaskorarar:

Slóvenía 2 - 1 Armenía
1-0 Jan Mlakar ('11 )
1-1 Varazdat Haroyan ('56 )
2-1 Josip Ilicic ('63 )

Sviss 4 - 0 Eistland
1-0 Steven Zuber ('20 )
2-0 Mohamed Amdouni ('47 )
3-0 Nico Elvedi ('63 )
3-0 Xherdan Shaqiri ('68 , Misnotað víti)
4-0 Xherdan Shaqiri ('70 , víti)

Rúmenía 0 - 0 Búlgaría
0-0 Dennis Man ('51 , Misnotað víti)

Austurríki 2 - 1 Serbía
1-0 Patrick Wimmer ('10 )
2-0 Christoph Baumgartner ('13 )
2-1 Strahinja Pavlovic ('35 )

Írland 2 - 1 Ungverjaland
1-0 Adam Idah ('36 )
1-1 Adam Lang ('40 )
2-1 Troy Parrott ('90 )

Portúgal 4 - 2 Finnland
1-0 Ruben Dias ('17 )
2-0 Diogo Jota ('45 , víti)
3-0 Bruno Fernandes ('55 )
3-1 Teemu Pukki ('73 )
3-2 Teemu Pukki ('77 )
4-2 Bruno Fernandes ('84 )

Ítalía 0 - 0 Tyrkland
Athugasemdir
banner
banner