Fernandes og De Bruyne til Sádí-Arabíu? - Salah fær nýjan samning - Calafiori til Arsenal
banner
   fim 04. júlí 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Bellingham fer ekki undir hnífinn í sumar
Mynd: EPA
Enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham mun ekki þurfa aðgerð á öxl vegna meiðsla sem hafa verið að hrjá hann síðan í nóvember en þetta segir spænski miðillinn AS.

Bellingham meiddist á öxl í markalausu jafntefli Real Madrid gegn Rayo Vallecano í nóvember og hefur hann síðan þá verið í vandræðum með að koma henni í lag.

Hann hefur þurft að spila með sérstakan púða á öxlinni til að koma í veg fyrir að þetta hafi frekari áhrif á hann í leikjum.

Eftir Evrópumótið átti hann að gangast undir aðgerð en samkvæmt frétt AS mun hann ekki fara í aðgerðina í sumar.

Þetta eru gleðifréttir fyrir bæði Real Madrid og enska landsliðið, en hann var einn besti maður Madrídinga á sínu fyrsta tímabili er það vann La Liga og Meistaradeild Evrópu.

Hann hefur þá reynst Englendingum mikilvægur á EM en hann skoraði sigurmarkið í 1-0 sigrinum á Serbíu í fyrsta leik í riðlakeppni og gerði þá mikilvægt jöfnunarmark gegn Slóvakíu í 16-liða úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner