Man City býr sig undir tilboð frá Sádi-Arabíu - Marseille bjartsýnt á að fá Greenwood - Barcelona leiðir í baráttu um Williams
   mið 03. júlí 2024 10:27
Elvar Geir Magnússon
Demiral í bann fyrir fagnið sem hann tók?
Úlfakveðjan.
Úlfakveðjan.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Merih Demiral, varnarmaður Al-Ahli, skoraði bæði mörk Tyrklands í 2-1 sigrinum gegn Austurríki í 16-liða úrslitum EM í gær.

Hann gæti fengið refsingu fyrir fögnuð sinn en UEFA skoðar hvort hann hafi brotið reglur varðandi öfgaþjóðernishyggju.

ASB Zeitung í Austurríki fjallar um málið og kallar það skandal, blaðið segir Demiral hafa sent fasistakveðju sem sé bönnuð í Austurríki og Frakklandi.

Umrædd kveðja er kölluð 'úlfakveðjan' og er tengd öfgahægriflokknum 'Gráu úlfunum' sem tengist Þjóðarhreyfingunni í Tyrklandi.

Demiral sagði í viðtali að kveðjan hafi verið fyrirfram skipulögð.

„Ég var með þetta fagn í huga, sem ég síðan framkvæmdi. Ég er mjög stoltur af því að vera Tyrki. Ég er mjög ánægður með að hafa gert þetta," segir Demiral sem birti myndir af sér á samfélagsmiðlum taka kveðjuna.

Demiral gæti fengið sekt eða leikbann, eða bæði, en Tyrkir munu mæta Hollandi í 8-liða úrslitum á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner