Fernandes og De Bruyne til Sádí-Arabíu? - Salah fær nýjan samning - Calafiori til Arsenal
banner
   fim 04. júlí 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Fjögur úrvalsdeildarfélög berjast um McTominay
Scott McTominay er líklega á förum
Scott McTominay er líklega á förum
Mynd: EPA
Fjögur félög í ensku úrvalsdeildinni eru í baráttu um Scott McTominay, miðjumann Manchester United, en þetta kemur fram í Manchester World.

United ætlar að hrista upp í leikmannahópnum í sumar og er McTominay einn af mörgum leikmönnum sem gætu farið frá félaginu.

Samkvæmt Manchester World er Fulham í bílstjórasætinu um skoska leikmanninn, en Marco Silva, stjóri félagsins, er sagður mikill aðdáandi.

Fulham mun fá verðuga samkeppni um McTominay en Newcastle United, Southampton og West Ham eru einnig í baráttunni.

McTominay, sem er 27 ára, skoraði 7 mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og var talið líklegt að hann fengi nýjan samning eftir ágætis frammistöðu en það verður ekki af því.

Samningur hans rennur út næsta sumar og þarf því United að losa sig við hann í sumarglugganum til að eiga ekki á hættu að missa hann á frjálsri sölu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner