Fernandes og De Bruyne til Sádí-Arabíu? - Salah fær nýjan samning - Calafiori til Arsenal
   fim 04. júlí 2024 10:30
Elvar Geir Magnússon
Foden: Ég finn til með Gareth
Phil Foden segir að leikmenn verði að taka á sig einhverja sök.
Phil Foden segir að leikmenn verði að taka á sig einhverja sök.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Phil Foden landsliðsmaður Englands segir að leikmenn þurfi að axla ábyrgð og taka sök á því að enska liðið hafi ekki spilað vel á Evrópumótinu. Hann segist finna til með landsliðsþjálfaranum Gareth Southgate.

Southgate hefur fengið gríðarlega mikla gagnrýni frá ensku pressunni og stuðningsmönnum. Liðið er þó komið í 8-liða úrslit og mætir Sviss á laugardag.

„Við leikmenn verðum að taka á okkur einhverja sök. Leiðtogar hópsins verða að koma saman og finna út hvers vegna hlutir eru ekki að virka. Stjórinn setur upp kerfi og áherslur, ef þær ganga ekki þá verður þú að vinna úr því á vellinum," segir Foden.

„Ég finn til með Gareth.. Á æfingum hefur hann verið að segja okkur að pressa og vera ofarlega á vellinum og mér finnst eins og stundum þurfi það að koma frá leikmönnum. Við verðum að vera leiðtogar. Í leikjum hefðum við getað komið aðeins meira saman, aðlagað okkur og fundið lausnir."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner